Túlka-og Þýðingaþjónusta með áherslu á Pólsku og Íslensku

Okkar Þjónusta

  • Samfélagstúlkun

    Samfélagstúlkun fer fram á þeim stað sem kaupandi þjónustunnar tilgreinir. Túlkurinn er miðlari tjáskipta milli aðila sem tala ólík tungumál.

  • Símatúlkun

    Símatúlkun er túlkaþjónusta þar sem viðmælandi og skjólstæðingur fá aðstoð túlks símleiðis. Við bjóðum einnig upp á túlkaþjónustu á Teams, Zoom og í gegnum hvaða forrit sem viðmælandi okkar óskar eftir.

  • Dómtúlkun

    Dómtúlkun er túlkun í réttarmálum sem fer fram fyrir dómstólum, eins og til dæmis aðalmeðferð, fyrirtaka eða vitnaskýrsla.

  • Ráðstefnutúlkun

    Landstúlkun hefur mikla reynslu í snartúlkun og við bjóðum einnig upp á þá þjónustu, viðskiptavinir geta nýtt sér ráðstefnutúlkun á námskeiðum, ráðstefnum eða fundum. Kaupendur ráðstefnutúlkunar verða að útvega hljóðbúnað o.fl. sjálfir ef þess þarf.

  • Þýðingar

    Landstúlkun sér um að þýða markmál textans, öll smáatriði textans, nöfn og orðaforða sem oft skiljast aðeins af móðurmáli. Einnig sjáum við um að þýða læknagögn, heimasíður, skírteini, vottorð, vinnureglur, lagabréf og margt fleira.